Steingrímur er ekki að leyna okkur neinu...

...hann einfaldlega veldur ekki starfinu, sem ég skil vel. Hvernig í ósköpunum datt fólk í hug að hann gæti bjargað landinu úr þeim vanda sem það var komið í? Þessi ráðning hans í stól fjármálaráðherra er svipuð ef ekki alveg eins og að ráða Ref til að stjórna hænsnabúi. Ég hef ekkert á móti Refum, þeir eru fallegir og nauðsynlegir, en þeir geta ekki stjórnað hænsnabúum. Ég vona að hinir fáfróðu og bitru kjósendur sem komu Steingrími í þessa stöðu hafi lært sína lexíu, þú kýst þann sem talar minnst en ekki þann sem talar mest, því á örlagastundu snýst þetta við, því galgopar munu og verða aldrei leiðtogar. Steingímur er sjálfsagt ágætis karl og góður vinur, en hann er enginn leiðtogi, svo einfalt er það.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband