25.12.2009 | 05:27
Steingrímur er ekki að leyna okkur neinu...
...hann einfaldlega veldur ekki starfinu, sem ég skil vel. Hvernig í ósköpunum datt fólk í hug að hann gæti bjargað landinu úr þeim vanda sem það var komið í? Þessi ráðning hans í stól fjármálaráðherra er svipuð ef ekki alveg eins og að ráða Ref til að stjórna hænsnabúi. Ég hef ekkert á móti Refum, þeir eru fallegir og nauðsynlegir, en þeir geta ekki stjórnað hænsnabúum. Ég vona að hinir fáfróðu og bitru kjósendur sem komu Steingrími í þessa stöðu hafi lært sína lexíu, þú kýst þann sem talar minnst en ekki þann sem talar mest, því á örlagastundu snýst þetta við, því galgopar munu og verða aldrei leiðtogar. Steingímur er sjálfsagt ágætis karl og góður vinur, en hann er enginn leiðtogi, svo einfalt er það.
![]() |
De Reya svarar Steingrími |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.