Viltu vita meira???

Lestu þá einhverja góða bók. Leyfðu slúðurblaðafíflunum í útlöndum að drepa þessa stelpu! Ef þetta er fréttin sem þú lest í dag, þá ættir þú að finna þér eitthvað að gera, vinna væri góð byrjun.

Ekki hringja í mig samt, ég hef ekki áhuga!!!


mbl.is Britney flutt á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las þetta óvart, get ekki hætt við núna.  Ég er lesblindur og hélt þetta væri fréttin "Brids! nei, flutt á sjúkrahús", og taldi að þetta væri hústökufólk sem ætti við fjárhættuspilasýki að stríða.  En þú hlýtur að hafa lesið þetta sjálfur af ásettu ráði... nema þú sért e.t.v. lesblindur.  Ertu byrjaður á einhverri góðri bók?  Mæli með Ævintýraeyjunni eftir Enid Blyton.

Jóhann (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:11

2 identicon

Einmitt, þú hlýtur nú að hafa lesið þetta sjálfur litli pési. 

Ég myndi mæla með Palli var einn í heiminum fyrir svona stráka.

Sigrún (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 15:55

3 identicon

Afhverju ertu að uppnefna vesalings Jóhann litla pésa Sigrún, það er ljótt og þú ættir að skammast þín. Það sem þið gerpin voru staðin að, var að lesa fyrirsögn sem á stóð "Viltu vita meira", þið lásuð það og gerðuð síðan athugasemd til að fela aumingjaskapinn. Plís, svarið þessari athugasemd svo ég geti leikið mér aðeins meir.

Þorleifur Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband