Þegar barn myrðir barn??

Hvað gerðist í uppeldinu, eða á maður kannski að spyrja frekar hvað sé að gerast í uppeldi yfirleitt? Það er ekki langt síðan að fullorðinn maður myrti 9 mánaða gamalt barn af sömu sökum, barnið tjáði sig með þeim eina hætti sem það kann, það grét og þurfti að gjalda fyrir það með lífi sínu. En hvað er að þegar barn myrðir barn, á að rétta yfir barninu og dæma það í fangelsi. Hvað fer í gegnum huga á 12 ára gömlu barni sem hefur verið dæmt í fangelsi fyrir morð á öðru barni?? Væri ekki betra að fara í rótina og finna ástæðu fyrir afhverju þessi harmleikur átti sér stað til að koma í veg fyrir annan eins harmleik, þegar fullorðinn þjófur er dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, þá stöðvar það ekki annan þjóf að reyna stela og komast upp með það, og þarna er ég að tala um fullorðna einstaklinga.
Nei, að dæma barn í fangelsi er glæpur, hreinn og tær glæpur. jafnvel verri en sá sem barnið framdi. Kæru Bandaríkjamenn, farið í rótina og komið í veg fyrir annan svona harmleik í stað þess að gera eitthvað svona heimskulegt eins og að dæma barn í fangelsi, því ekki viljið þið að börnin ykkar fari að reyna komast upp með svona glæpi, því það er næsta skref.

Megi Guðs englar vaka yfir þessum börnum


mbl.is Talinn hafa barið 17 mánaða gamla stúlku til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Auðvitað á að komast að því hvað veldur því að 12 ára barn lemur ungabarn til dauða með hafnarboltakylfu, en það breytir ekki því að það á að beita refsingu. Og hvernig er hægt að refsa örðuvísi en með einhverskonar frelsissviptingu, á kannski bara að rassskella hann og banna honum að horfa á teiknimyndir í mánuð?

Arnþór Guðjón Benediktsson, 15.1.2008 kl. 17:15

2 identicon

nei kanski ekki , en er þá rétt að senda það í lífstíðarfangelsi ?? .... já það þarf náttúrulega að gera eitthvað í þessum málum , 12 ára börn sem ég þekki myndi ekki drepa annað barn , en maður veit aldrei greynilega.....

E . S. (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband