14.12.2007 | 00:18
Varist eftirlíkingar!!!!!
Enn og aftur sanna þeir Ferrari menn að þeir eru ekki bara með bestu bílana heldur langbestu bíla heims, líklega alheims, og í þetta skiptið þurftu þeir ekki einu sinni að keppa, heldur reyndi heimsþekktur bílaframleiðandi að apa eftir þeim og allir vita hvernig það endaði. Allir góðir kokkar vita það að uppskrift er ekki bara uppskrift, ef hjartað fylgir ekki uppskriftinni þá verður maturinn óætur, eða næst því. Þetta vita þeir snillingarnir á Eldsmiðjunni, það eru nánast allir pizzastaðir á Íslandi að reyna apa eftir þeim, en þeir komast ekki með tærnar þar sem þeir voru með hælana í fyrra. Nú veðset ég húsið, sel Bensann og jafnvel konunna, (ef rétt verð fæst) og fæ mér einn ósvikinn Ferrari beint frá Ítalíu, en ekki einhverju skúmaskoti í Þýskalandi. Takk fyrir
![]() |
McLarenliðið biður FIA fortakslausrar afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sérstaklega ber að varst eftirlíkingar af eftirlíkunum. Eftir líkanir koma nefnilega líka líkanir.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 00:27
McLaren > Ferrari anytime...
Kristján (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.