Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2007 | 00:18
Varist eftirlíkingar!!!!!
![]() |
McLarenliðið biður FIA fortakslausrar afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 14:06
Erkifjendurnir KR og Valur.
Ég var búinn að spá því fyrirfram að Valur og KR geta ekki starfað saman. Eðalstuðningsmaður og fæddur sigurvegari eins og Eggert, gæti aldrei sætt sig við þá stjórnarmennsku sem líðst hjá KR, sú stjórnarmennska hefur teygt anga sína yfir í West Ham, og að sjálfsögðu vægir sá sem vitið hefur meira, með fullri virðingu fyrir Björgólfi, peningar og knattspyrna er eins og róni með fulla vasa fjár.
Gangi þér vel Eggert á nýjum vettvangi, þú átt þér skjól í herbúðum okkar Valsara þegar þú snýrð til baka.
![]() |
Stjórnarskipti hjá West Ham - Eggert til UEFA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 13:54
Áfram Ingibjörg!!!
Svona á að taka á málunum Frú Ingibjörg, það er fyrir löngu orðið tímabært að láta þessa vitleysinga heyra það, þeir eru farnir að vaða yfir alla á skítugum skónum eins og illa upp alinn krakki í bullandi vörn. Þetta fallandi Heimsveldi er á barmi taugaáfalls og fólkið sem býr í landinu er í sama ham, það er eins og að landið hafi ákveðið verða eitt alls herjar fífl í einum vettvangi, ekki ósvipað og krakki sem sem potaði í alla og var skyndilega strítt af einum aðila, og fór að berja frá sér í allar áttir þar til að það missti vitið. Ég er persónulega hræddur við Bandaríkjamenn, sjálfur stundaði ég nám í þessu landi fyrir 15 árum síðan þegar meistari Clinton stóð í pontu, í dag þekki ég ekki landið né fólkið, augun í þeim eru dauð, ekki ósvipað og í sálarlausum glæpamönnum. Það eru ekki mörg ár í að þetta Heimsveldi fellur og Kína eða Rússland taka við, eins og staðan er í dag, þá er það vel.
Húrra fyrir Ingibjörgu, hún er góð Utanríkisráðsfrú, og fær stóran plús í kladdann frá mér fyrir þetta framtak.
![]() |
Mun krefjast afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.12.2007 | 14:09
Þeir eru sjálfum sér verstir.
Ég hef nú eitt og annað að segja um vesalings Kanana. Ég og unnusta mín fórum til Arizona í byrjun þessa mánaðar og ætluðum að vera í 6 daga, en sökum leiðinda þar vestra, þá ákváðum við að flýta för okkar frá þessu leiðinda fylki sem aftur á móti hefur undurfagurt landslag. Við vorum mætt á flugvöllinn í Phoenix 2 stundum fyrir flugtak, en þegar við mættum í vegabréfsskoðunina, þá vorum við leidd afsíðis, við í barnaskap okkar héldum að það væri verið að hleypa okkur framfyrir, en svo var nú ekki. Með okkur í þessari svaðilsför var piltur á sömu leið og við, nema hann var Kani, en til að gera langa sögu stutta, þá vorum við tekin í heljarinnar rannsókn. Við vorum sett í einhvern klefa sem blés á okkur loft úr öllum áttum og farangur okkar og föt gegnumlýst og rannsökuð, ekki ósvipað og þeir félagar í sjónvarpsþáttunum C.S.I. væru mættir í öllu sínu veldi. Kanapilturinn sem var að verða of seinn í flugvélina sem við áttum einnig að fá að fara með, var tekinn framfyrir okkur og leyft að fara, því hann var að verða ofseinn í flugið, og þegar við gerðum athugasemd við því, þá ypptu þeir bara öxlum. En það var eins og við manninn mælt, um leið og hurðinni að flugvélinni var lokað, þá hættu þeir skyndilega allri leit og leyfðu okkur að fara. Þegar við báðum um ástæðu fyrir þessari meðferð, þá sögðu tollverðirnir að flugfélagið hafi beðið sérstaklega um að veita okkur þessa meðferð. Hvað það var sem þeir sáu svo ógnvænlegt í fari okkar, veit ég ekki svo gjörla, kannski það að unnusta mín er komin næstum 6 mánuði á leið eða leðurjakkinn sem ég klæddist, en kaldhæðnin í þessu öllu var sú að þegar við komum út, þá eru auglýsingaskilti út um allt sem halda því fram að Pheonix flugvöllur sé vinalegasti flugvöllur í Ameríku. Við erum ekki á sömu skoðun.
Þeir sem sáu myndina "Get Shorty", þá er atriði þar sem Kani kemur til Ameríku frá London og Tollvörður spyr hann hvort hann hafi "something to declare", Kaninn svaraði, "Yes, don´t go to England"!
Ég vil snúa þessu við og segja, "Yes, don´t go to USA"!!!!
![]() |
Ráðuneyti skoðar mál konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 13:35
Breyttu nafninu þínu í Lenín Hr. Kasparov!!
Ef þú breytir nafninu þínu í Lenín, þá áttu möguleika, því það myndi rugla Stalín (Pútín) í ríminu!!!
Tékkaðu á því Kasparov!
Góð hugmynd frá Íslandi
![]() |
Kasparov hættir við forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 13:15
Einar, komdu heim!!
Þeir Íslendingar sem enn hafa sítt hár síðan 1970 gætu t.d. fengið frítt inn, eða fengið 10% afslátt, þú ræður!
En ég fæ frítt inn, því að ég fattaði upp á þessu.
Sjáumst í Höllinni!!!
![]() |
Orðrómur um aðra tónleika Led Zeppelin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)