Mikil er raun okkar íslendinga.

Við lifðum við örbirgð, kúgun, einokun og einangrun í hundruði ára. Forfeður okkar bjuggu í köldum gluggalausum kofum og við niðamyrkur mestan part árs og börðust við að draga björg í bú hér við hjara veraldar til að búa komandi kynslóðir upp á betri lífsgæði. Það tókst, en það sem tók forfeður okkar hundruði ára að byggja upp, brutum við niður á innan við 5 árum. Nú erum við komin á núllpunkt aftur. Hefnd genanna er alger. Nú er bara að hysja upp um sig brækurnar og sýna forfeðrunum hvað er í okkur spunnið. Stöndum saman gegn hvers konar kúgunum og einangrunum, við höfum sjóndeildarhringinn fyrir augunum á hverjum morgni, og hann er ekki að fara neitt.
mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband