4.9.2008 | 09:51
Ætli þetta sé vel borguð vinna??
Ef svo er, þá hefði ég áhuga á að taka starfann að mér. Hvað er svona erfitt við að segja nokkrum strákum að gera það sem nú þegar kunna betur en flestir aðrir. Maður þarf bara að gæta að tóninum, ekki vera of hastarlegur við þá áður en þeir fara í leik, t.d. má maður ekki öskra "drullist nú út á gras og vinnið þennan andskotans leik eða þið hafið verra af", heldur dempar maður aðeins tóninn og hálfhvíslar "drullist nú á gras og vinnið þennan andskotans leik eða þið hafið verra af". Bjöggi minn, hafðu bara samband við ritarann minn og hann gefur þér tíma, en hafðu nokkur seðlabúnt meðferðis, og áður en þú veist af þá hefur þú ráðið þér nýjan "fótboltahvíslara".
Redknapp fer ekki til West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.