31.1.2008 | 00:41
Slátrun, en ekki stríð!!
Er ekki stríðið löngu búið? Ég veit ekki betur en að það hafi bara staðið í fáeina daga, síðan þá hefur bara slátrun átt sér stað. Írakar að slátra sjálfum sér og öðrum fyrir "málstaðinn"!!??? Það eru ár og dagar síðan ég hætti að skilja þetta "stríð", jafnvel þótt ég setji bílinn minn í gang á hverjum degi, jafnvel oft á dag, þá er þetta mér hulin ráðgáta. Kannski ræður hin gamla góða enska setning ferðinni, en hún hljómar svona, "ignorance is bliss"!!!!
Yfir milljón Íraka hefur látið lífið af völdum stríðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, fáviska er fín, þar til þitt eigið fólk fer að falla.
Frelsi þarf að verja, ef enginn nennir því, þá rýrnar það.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 07:42
Já, það er rétt Hr. Gullvagn, ef hann nennir því ekki, þá nennir hinn því ekki, og ef hinn nennir því ekki, þá nennir hann því ekki?? Ekki nenni ég því, nennir þú því?
Hélt ekki!!!
Skáholt, 31.1.2008 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.