Íslandsvinur eða "ó"????

Mér finnst Tommy vera vondur trommuleikari, í raun arfaslakur, en hann hefur útgeislun, hann er eins og bílslys, þú getur ekki hætt að horfa, þú veist að það er ekkert að sjá, en þú horfir samt. Hann var leiðinlegur við hann Magna okkar, og nú er hann hér. Skildi hann fara í sama flokk og Robbie Williams, verða Íslandsóvinur að eilífu? Mér fannst Tommy "standa" sig vel í myndbandinu forðum, en hann hefur ekki "staðið" sig vel eftir það, kannski á hann eftir að "standa" sig vel á Nasa, eitthvað segir mér það, og þá á ég ekki við að berja húðir heldur snerta þær.
mbl.is Tommy Lee kominn suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Áttu við  tilvonandi kviðkonur Pamelu ?

Frikkinn, 25.1.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Skáholt

Jú, ekki amalegur titill þar, kviðkona Pamelu, það er ekki ósvipað og að vera kviðmágur Tommy, nema það fylgir aðeins meira "oohh" þeim titli.

Skáholt, 26.1.2008 kl. 01:47

3 Smámynd: Ingi B. Ingason

Tommy Lee er ekki spennandi trommuleikari í dag. En hann var það í denn, þá aðallega sem performer á trommum, þó svo hann hafi ekki alltaf verið takandi einhver svaka sólo, en fólk virðist einmitt oft dæma hljóðfæraleikara út frá því einu. Hann var í Motley Crue sem að ég var mjög hrifin af þegar ég var yngri. Hann hefur reyndar líka skrifað sig í sögubækurnar í rokktónlistarheiminum með að hafa trommað inn í búri sem að snerist í hringi yfir áhorfendum. "Sólóið" sem slíkt er hundleiðinlegt og gæti hvaða trommari sem er leikið það eftir. En showið þótti magnað á sínum tíma og ég hef enn ekki séð neinn leika það eftir. Í dag þykir mér samt sem áður að hann sé ekki gerandi neitt að viti - hann er frekar þekktur sem andlit kókaíns og munnmaka heldur en nokkurn tíman trommuleik.... hér er annars klippa af mögnuðu mómenti hjá honum - þarna var lagður metnqaður í að halda kúl tónleika - http://www.youtube.com/watch?v=VNvwfJ3zuxk

Ingi B. Ingason, 26.1.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband