14.1.2008 | 15:16
Litla stúlkan með eldspýturnar.
Vesalings Britney, telur að allur heimurinn sé á móti sér. Hún sér ekki heiminn fyrir ljósaflassi og mannþvögu, svo það er ekkert skrítið þó að hún haldi að allir séu á móti sér, því í raun þá eru við það, þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því. Allir hafa sína skoðun á henni, þótt við höfum ekki leyfi til að dæma hana, þá gerum við það samt. Ég hef reynt að verja hana en ég hef líka dæmt hana. Ég get ekki annað en grátið með henni, því það sem hún er að fara í gegnum á hverjum degi, er svipað og slæmt ár hjá mér. Þetta minnir mig á gamla sögu, og ég vona að hún endi ekki eins, ein og yfirgefin, nema hún á ekki bara eldspýtur til að ylja sér með, heldur peninga líka, og allt er þetta skammgóður vermir, eldspýturnar vilja öngvir, en peningana vilja allir, og til að fá yl, þarf hún að greiða öllum í kringum sig. Hrúðurkarlarnir sem nærast á henni, eiga eftir að deyða hana að lokum ef þetta heldur svona áfram. Ef þú lest þetta Britney, þá þykir mér bara vænt um þig og ég vona að þú finnir það sem þú leitar að, en það er erfitt að finna eitthvað með fólk vaðandi ofan í kokinu á sér alla daga. Þess vegna finnur hún friðinn í flöskunni og dópinu, ljósmyndarar taka af því myndir, fréttamenn geta sér til um það sem þeir sjá á myndinni, blaðið birtir myndina og fréttina, við lesum fréttina og skoðum myndina, síðan dæmum við, og sagan heldur áfram. Ég er alsæll með að vera óbreyttur bloggari á Íslandi, enginn að bögga mig nema einn og einn sem hefur einhverjar athugasemdir fram að færa og þegar þær verða fleiri en 3, þá líður mér eins og Britney, einn á móti öllum.
Mikilvægur dagur hjá Britney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað segiru Bobbi .... ertu ekki með Stalkara og papparassa í umvörpum á eftir þér þegar þú tekst á við daglegt líf ?...Ég man nú ekki betur enn ég hafi lesið um þig í slúðurdálkunum. hverjir voru hvar... Bobbi sást á Hlöllabátum með óþekktri konu, Ekki er vitað hvort hann hafi fengið sér New york eða Pizzabát
Brynjar Jóhannsson, 14.1.2008 kl. 15:30
Það er ekki ólíklegt að stórvinur minn Bobbi sé með stalkara og papparassa á eftir sér alla daga, en ég er blessunarlega laus við þá, að minnsta kosti enn sem komið er, og svo finnst mér Hlöðversbátar jafn girnilegir og grillaðir Kakkalakkar.
Skáholt, 14.1.2008 kl. 19:12
...ég er hundeltur alla daga. Alltaf þegar ég lít um öxl er einhver þar
Páll Geir Bjarnason, 15.1.2008 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.