3.1.2008 | 16:50
Hvað með Íslensku fjölmiðlana?
Greindi einhver íslenskur fjölmiðill frá þessu? Þá hefur það alveg farið framhjá mér. Þeir hafa væntanlega talið sig vera lemja norskan landsliðsmann en ekki íslenskan, því þegar þessir guttar eru búnir að vera of lengi í útlöndum þá verða þeir útlendir, það er alveg búið að sanna sig í leikjum Íslenska landsliðsins, þessir menn vita ekki lengur fyrir hvaða land þeir eru að spila. Það ætti að taka allar þessar prímadonnur og henda þeim inn í búningsklefa færeyska landsliðsins og láta þá sjá og heyra alvöru landsliðsmenn búa sig undir leik við annað hvort stórveldi eða lítiðveldi, það skiptir Færeyingana ekki máli hvort þeir geti eitthvað, heldur að þeir geri eitthvað stórkostlegt fyrir land og þjóð, og það gera þeir með hjartanu, og þetta þyrftu prímadonnurnar okkar að læra. Ég vil hér með auglýsa eftir Íslendingum í íslenska landsliðið, menn sem eru tilbúnir að berjast fyrir land og þjóð en ekki blindfullir á götum borgarinnar um miðja nótt.
Hannes sleginn niður og er þríbrotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað bannar manni sem er í fríi á íslandi frá vinnu sinni að skemmta sér í miðborginni með öllum hinum sem ekki eru landsliðsmenn??? Gaman að sjá að þú hneykslar þig á hans gjörning en ekki þeirra sem réðust á hann, athyglisvert!!
Dori (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:23
Djöfull ertu klikkaður maður.
Auglýsir eftir nýju landsliði af því að menn skemmta sér?
Andskotinn hafi það - það var ráðist á manngarminn og þú vilt hann úr landsliðinu og fá " menn sem eru tilbúnir að berjast fyrir land og þjóð en ekki blindfullir á götum borgarinnar um miðja nótt."
Þetta er ein sú mesta helvítis vitleysa sem ég hef lesið í þónokkurn tíma.
Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:23
Það þarf alltaf tvo í Tangó, þið vitleysingarnir ættuð að vita það núna, eruð þið ekki að ráðast á mig núna fyrir að vera ráðast á hann. Þið eruð ábyggilega mestu vitleysingar sem ég hef lesið athugasemdir frá. Kaupið ykkur bensín, hellið því yfir ykkur og kveikið í, og allir hamingjusamir.
Þorleifur Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:34
Og hvar ætlar þú að finna fótboltamenn sem aldrei eru úti að skemmta sér undir áhrifum áfengis. Þetta er góð auglýsing fyrir landið, ef íslendingar standa sig vel erlendis er þeir barðir heima fyrir! Er Ísland að verða Íran norðursins.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 3.1.2008 kl. 17:38
maður fer nú ekki að kveikja í sér núna það er svo dýrt bensínið
Biggi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:20
Alltaf tvo í tangó?? Skilst að í þessu hafi það verið fimm, tveir sem héldu vinum Hannesar frá, tveir sem héldu höndum hans og svo einhver Dabbi Grensás sem hamraði í smettið á honum, er það ekki sá sami og réðst á hann Eið Smára þarna um daginn?
Marri (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 00:45
Jú, Dabbi grensás er sami heigulinn og réðist á dómarann í haust. Aumingi af guðs náð.
Jóhann (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 02:10
...holufólk :)
Páll Geir Bjarnason, 9.1.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.