1.1.2008 | 15:59
Hvað með hinar raunverulegur hetjur?
Enn og aftur er gengið fram hjá hinum raunverulegu hetjum hér á landi sem á hverjum degi fara fyrstar á fætur, standa sína pligt allan daginn og fara síðan síðastar að sofa, jú, ég er að tala um mæður okkar lands sem hafa alið upp 5 börn eða meira, og af þeim er nóg. Það sér það hver og einn að það þarf raunverulega hetju til að ala upp meir en 5 börn hér á landi, ég hef heyrt hærri hvein í einstæðri móður í útlöndum en 5 til 8 barna móður hér á landi með takmörkuð fjarráð ef einhver.
Hr. Ólafur, sýndu dug og heiðraðu einhvern sem á þetta glingur skilið, þannig getur þú breytt glingrinu í gull.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hef til gamans tekið saman lista yfir þá sem líklega hafa fengið tilefnislausar orður á árunum 2000-2007, þetta eru 66 einstaklingar.
Listan má sjá hér http://otti.blog.is/blog/otti/entry/404351/
Óttarr Makuch, 1.1.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.